18 maí, 2004

Aðhald.

Jæja ég ætla fara í aðhald, fara í megrun, létta mig, fara að æfa, éta minna, draga úr belgnum, losa mig við björgunarhringinn, verða stæltur og sætur, aukakílóin eiga að fjúka, hætta drekka gos, hætta drekka nammi, borða hollan (vondan) mat.

Já ég ætla fara í "aðhald". Svolítið merkileg ef maður spáir í það. Þetta orð.. aðhald... að halda aftur að sér.. nú er það tískuorð, kemur í staðin fyrir megrun. Megrun er víst ofrið neikvætt og enginn vill fara í megrun í dag. En allir fara í aðhald.

Annars er ég að fara í frekar nútímalegan megrunarkúr. Á ekki að vera svangur en borða helling af kanínufóðri (epli, banana, appelsínur), lítið af fitu og ekkert nammi, ruslfæði eða neitt álíka. Fékk þessa pyntingaraðferð frá yfirmanni í vinunni sem notaði þetta með mjög góðum árangri.

Og til þess að bæta þetta hef ég ákveðið að gera smá líkamsrækt í vinunni. Taka armbeygjur á 2 klukkustunda fresti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli