Tónleikar, Esjan, Bíó og "two down, two to go"
Ég byrjaði helgina með því að fara á tónleika. Bang gang. Eiginlega eins mans hljómsveit sem hefur fengið til liðs við sig hljómfæraleikara og söngvara.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem ég hef gengið út af. Ég hef alltaf fílað tónlistina hans Barða eftir að fyrsta platan hans kom út en þessi tónleikar voru hrein hörmung. Tónlistin var líflaus og flöt, trommuleikarinn stóð alls ekki fyrir sínu og þegar trommurnar komu inn (sem er frekar oftar þar sem þetta er tölvutónlist með miklum trommum) þá dó eiginlega tilfinningin. Engin kraftur og engin sál í þessu. Síðan var bjórinn vondur (volgur eða bragðvondur). Svo maður fór á dubliners og hlustaði á Atómstöðina sem var bara helvíti fín.
Ég tók mig til og fór til að labba upp á Esjuna. Eftir 10 mín gang upp fjallið fór mjóbakið að kvarta, eftir 20 mín var það byrjað að öskra og eftir 30 mín var heill kór byrjaður að taka lagið í bakinu. Ég var með nokkrum vinum mínum og einn af þeim var að upplifa álíka ástand og þess vegna gat ég réttlætt fyrir sjálfum að fara ekki alla leið upp.
En ég hugsa að ég reyni aftur á morgun ef veður leifir. Alveg sama hvort ég þurfi að líða vítiskvalir. Ég mun sigra þetta fjall!
Á sunnudeginum tók ég til í íbúðinni, fór í göngutúr og lá í sólinni og las. Það var góður dagur. Verst að kvöldið var ekki eins gott. Ég tók þá ákvörðun að fara á Van Helsing. Hefði mátt sleppa því. Flottar tæknibrellur, flottir varúlfar. En vá... hvað er fólk að hugsa að búa til svona mynd? Hún var Heimsk, fyrirsjáanleg og alger klisja.
Er búin með Ósköpin Öll e. Flosa Ólafsson. Átti að vera svona sambúðarbók þar sem farið er yfir sannleikann í sambúð þeirra hjóna Flosa og Lilju. Ekki var mikill sannleikur í þessari bók, helling af pistlum sem er hægt að nota eitt orð yfir: Karlrembu. En hún var skemmtileg og mjög fyndin. Þetta er eiginlega bók sem maður á að lesa svona einn og einn pistill. Ekki lesa hana alla í einu. Mæli með henni.
Er síðan að lesa Einhvers konar ég e. Þráin Bertelsson. Hún er ein besta Íslenska ævisaga sem ég hef lesið. En þar sem ég er ekki alveg búin með hana (á 50 bls. eftir) þá ætla ég að tala betur um hana seinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli