Heimferð
Jæja.. þá er maður að halda heim. Í gær þá fór ég í bíó á myndina "the day after toomorrow" og fannst hún bara nokkuð góð. Hún var óskup fyrirsjáanleg en hún var rosalega flott og mjög spennandi á köflum.
Það var eldað svínakótilettur í gær sem voru bara nokkuð góðar. Lappaði um með hommapokann. Tek mig vel út með hann.
Fór svo í bæinn á djammið og kíktum á nokkra pöbba. Var nú ekki mikið að gera á þeim stöðum en maður drakk nokkra bjóra og lappaði um, ekki með hommapokann, þar sem það er slæm reynsla að fara með svoleiðis hlut á djammið.
En fer af stað klukkan 4 í dag heimferð. Lendi klukkan 10. Ætla ekki að versla neitt, það sem er allt er svo dýrt. En kannski maður kíkir á dvd diskana. Sé til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli