03 maí, 2004

Bækur

Ég var að klára tvær bækur sem ýttu undur gríðarlegt vonleysi yfir ástand heimsins í dag. No end to War e. Walter Laquer og Straw Dogs e. John Gray.

No end to war fjallar um ástand og þróun Hryðjuverka á tuttugustu öldinni og reynir að rýna í framtíðina. Lestur sem vakti hjá mér mikinn óhug. Straw dogs fjallar aftur á móti um manneskjuna og hugsunarhátt hennar. Hann sýnir manni á frekar raunsæjan máta að mannfólk eru bara dýr sem eru föst í þörfum.

Þessar tvær bækur hafa staðfest það sem ég hef verið lengi að hugsa. Að siðmenning sé bara blekking. Ég hef alltaf haldið að mannfólkið sé siðmenntað og gott. Að stríð eigi eftir að heyra sögunni til osfrv. Nú er ég vaknaður af þessum barnablundi. Mannfólkið er fangi tilfinninga og hlutir eins og rök, skipting á skoðunum, ákvarðanir teknar af vel ígrunduðu máli o.fl. er bara hrein og klár blekking, sem við notum jafnvel til að blekkja okkur sjálf.

En núna ætla ég að skipta um gír og fara lesa Íslenskar bækur. Var á rölti um daginn og sá Hr. Alheimur e. Hallgrím Helgason og keypti mér hana. Síðan í gær þá lappaði ég inní Pennan austurstræti og tók smá kast. Keypti 3 bækur. Öxin og Jörðin e. Ólaf Gunnarson, Einhverskonar ég e. Þráin Bertelsson og Síðan bókina eftir hann Flosa Ólafson (sambúða bókina... man ekki hvað hún hét).

Næsta skref er að lesa þær.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli