Hinn bæklaði Sívar
Ég ætlaði að gera mér glaðan dag í gær og gefa sjálfum mér veglega afmælisgjöf. Ég ætlaði að gefa mér sandala!
Já sandala. Af hverju er það vandamál hjá mér? Jú það er vegna þess að ég er bæklaður, ekki mikið en þarf að nota innlegg, ef ég ætla að kaupa mér sandala þá þarf ég að breyta sandölunum og það kosta auka 5000 kall. En ég ætlaði að láta verða af því að kaupa mér góða sandala og fara í smá göngugreiningu (sem ég þarf að láta gera til þess að vita hvernig innlegg ég þarf að nota).
En allt breytist í gær. Ég fór í göngugreiningu og það koma í ljós að annar fóturinn er styttri en hinn og líklega er það hluti af skýringunni af bakverkunum mínum. Þannig að ég þurfti að kaupa ný innlegg (sem ég fæ eftir 10 daga) og stelpan í búðinni (mjög sæt) sagði að það væri viskulegt að bíða með að kaupa sandala þangað til að einhver reynsla er komin af nýja innlegginu. Þessi ráðgjöf og nýja innleggið kostaði 10 þús kall.
Þannig að afmælisgjöfin þarf að bíða betri tíma. Búhúhú....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli