01 júní, 2004

Heimkoma

Heimkoman

Síðasti dagurinn var rólegur. Borðaði á Jensens Bofhus þessa fínu steik og síðan fór ég af stað til Reykjavíkur. Tók lest til Köben og hitti tvo félaga hans Ella. Sá að þeir voru að fara í Sjóorrustu í lestinni og spurði þá hvort að þeir spiluðu Catan.

Við tókum einn leik sem var æsispennandi og það var barátta til síðasta teningakasts. Leikurinn endaði akkúrat þegar við komum til Köben. Staðan var 10-9-9. Ég var með 9 stig og tapaði. Ekki gaman.

Þegar ég kom á flugvöllinn var auðvitað fjögurra tíma seinkun á fluginu. Ég lenti á spjalli við nokkra einstaklinga.

Vidda. Íslenskan dreng sem var í Óðinsvé að heimsækja konuna sína. Hann var á Íslandi að vinna og hún í læknisfræði í danaveldi.

Amy. Bandaríska konu sem er búin að búa á herstöðinni í Keflavík í 5 ár. Er að kenna Ensku á stöðinni. Er samt að fara frá Íslandi og fer þá til Japans.

Jeff. Bandarískur hermaður sem er líka herstöðinni. Var með ítalskt (Sikeylískt) blóð í sínum æðum og var svona latínóalegur. Samt var hann herðabreiður og stór. Hann og Amy voru par.. held ég.

Kevin. Lítill naggarralegur bandarískur gaur (34 ára) sem er í sjóhernum (Navy). Mun vera í 6 mánuði í viðbót og fara síðan til Virginíu. Piparsveinn í húð og hár.

Tim. Mjög skemmtilegur Bandarískur gaur sem á kærustu sem er í Danmörku. Hann var að heimsækja hana. Sagði skemmtilega frá hlutum.

Ég var með þeim þessa fjóra tíma og drakk töluvert af bjór (ég er enn í fríi frá aðhaldi vegna utanlandsferðar). Síðan var strollað í flugvelina og sofnað áfengismettuðum svefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli