Hið sanna eðli
Chronos er karakter sem ég hef spilað í mörg ár. Byrjaði að spila hann í... fyrstu árum framhaldsskólans. Nú er komin sá tími til þess að kveðja hann.
Byrjaði sinn feril sem betlari á götum Palanthas, var síðan tekin í fóstur af galdramanni og lærði iðn galdramannsins. Hann var aldrei öflugur galdramaður, skaraði aldrei fram úr. Var með hræðilegt sjálfsálit vegna misnotkunar, hélt að hann væri bölvaður vegna þess að hann er með merki hins illa guðs á líkamanum sínum.
Hann hefur aðeins elskað eina konu, Kara að nafni, sem líka telst sem eini vinur hans. Hún giftist öðrum manni.
Alla tíð hefur hann þráð að vera frægur, þráði að minningin um hann mundi lifa að eilífu.
Hann Chronos hefur alltaf daðrar við hið illa, verið þrætugjarn og hrokafullur. Hann hefur aldrei haft samviskubit yfir að drepa neinn og hefur alltaf verið tilbúin að plana morð og svik. En kara var eini einstaklingurinn sem hann vildi ekki brjóta trúnað gegn.
En síðan lenti hann í hörkurifrildi við Köru vegna eiginmann hennar og fór í burtu í fússi. Hann var reiður, sár og fúll og vildi hefna sín á eiginmanni hennar. Hann var of mikill heigull til að þora einhverju. En hatur og reiði eru tilfinningar sem auðvelt er fyrir aðra að nýta.
Hann fékk tilboð... og hann tók því. Tókst að koma aðstæðum þannig fyrir að eiginmaður Köru var hrakin á flótta og kom sér í stöðuna sem hann var í. En auðvitað fylgdi þetta tilboð ýmis önnur ákvæði sem voru lítið fjallað um við ákvörðunartökuna...
Og nú verður Chronos gleymdur og grafin, verða fáir sem tengja hann við innrás djöflana. Þannig að hann hverfur bara úr minningu fólksins... hægt og rólega. Eftir 100 ár verður hann gleymdur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli