16 júní, 2004

Innlegg

Ný Innlegg.

Ég fæ nýju innleggin mín í dag. Eftir hádegi mun ég skunda upp í kringlu og fá þau afhent. Með fjórum fleygum og annar fóturinn verður hækkaður um hálfan sentimeter (5mm)

Ég er að halda í vonina að þetta verði kraftaverkið sem mun bjarga bakverkunum sem eru búnir að hrjá mig síðastliðið ár. Ég líka vona að þetta verði til þess að ég geti skundað upp Esjuna án þess að fá í bakið.

Efast samt um að þetta verði svo mikil lausn. En maður má alltaf vona.

Ég er byrjaður að lesa bókina Fast food nation e. Eric Schlosser. Þvílíkur skítur... hlakka ekkert til að lesa hana áfram en get ekki hætt að lesa hana. Ótrúlegur penni hann hr. Schlosser.. nær að halda gríðarlegri spennu í gangi þótt að hann sé að segja frá hvernig kartöflur eru búnar til. En dregur ekki fallega mynd af þessu.

Segi meira frá þessu seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli