Maníu kast
Ég er komin í maníukast. Algert.. er að fá helling af hugmyndum. Um ferðalög um Ísland. Um framtíðina. Um námið. Um hlutverkaspil. Um framtíðina. Um mig og um þig.
Helling að gera í vinnunni og ég er að gera allt svo hratt að ég kem sjálfum mér á óvart. Hugurinn minn er ekki að stoppa.
Ég er byrjaður að sjá fyrir mér geðveikt frí. Frí þar sem ég eyði viku á mývatni. Rölti á Öskju og kíki á fótspor Sleipnis. Verð að labba um á Hornströndum með "native" (Ömmu). Fer síðan til Spánar í málaskóla.
Ég er þvílíkt hyper... er fljúgandi hátt í dag... veit ekki hvað það endist lengi!
En boy o´ boy, ég ætla að njóta þess.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli