Álit mitt á símamálinu.
Ég held... að þessi dómur er alltof harður og satt að segja hálf fáránlegur.
Maður les endalaust um að barnaníðingar, nauðgarar og menn sem drepa næsta mann fá nokkra mánuði og maður gleðst ef þeir fá tvö ár. Síðan kemur drengur sem kemur í ljós að hefur stolið í fjögur ár um fjórðung af miljarði. Frekar mikið fé. Hann játar á sig sök og hjálpar lögreglunni við að svipta hulunni af þessu. Hann fær fjögur ár. Hann á svo sem skilið að fara í fangelsi.. hann tók þetta fé og vissi alveg hvað hann væri að gera.
Hinir sem tóku víst þátt í þessu fá tvö ár. Þetta var bróður stráksins og vinur hans. Voru þeir að gera glæp? Þeir voru dæmdir fyrir hylmingu og dómurinn segir að þeir hefðu átt að vita að þetta var illa fengið fé.
Ég held að þeir vissu líklega að þetta væri eitthvað skrýtið. Að fá þetta fé svona upp í hendurnar af einhverjum vinargreiða. En ég held að þeir hafi bara hunsað þær hugsanir. Bara ýtt því í burtu. Reynt að sleppa við að hugsa um það.
"Hann hlýtur að vita hvað hann er að gera" "hann hefur þetta vald yfir peningunum og við munum borga honum til baka" "Hann reddar þessu".
Mannleg hugsun. Þeir hefðu átt að vita betur. En tvö ár? Fjandans tvö ár fyrir að þiggja peninga frá vini sínum sem einhver hefði átt að fylgjast betur með. Á að stinga fólki í fangelsi í tvö ár vegna þess? Hverslags bjánaskapur er þetta?
Er ég að segja að það eigi að sleppa þeim, lýsa þá saklausa? NEI! Þeir eiga verða gerðir gjaldþrota, allar þeirra eignir eiga verða teknar upp í þessa skuld. Þeir eiga að fara sakaskrá og fara jafnvel í fangelsi í nokkra mánuði og síðan nokkurra ára skilorðsbundin dóm. Ekki henda þeim inn í tvö ár.
Bölvað rugl að mínu áliti!
Þetta er gallin yfir okkar réttarkerfi. það er engin hugsun á bakvið það. Refsiramminn er nýttur til fullnustu þegar fjármunir eru teknir. En nauðganir og kynferðisbrot? Nei.. alls ekki.. hefðin er ekki til staðar. Til hvers er fólk í fangelsi? Er verið að hegna því (skamm... skamm...) Hefnd (þú tókst peninginn okkar... þú ferð í fangelsi)? Er verið að vernda samfélagið fyrir hættulegum mönnum (Þessir menn eru augljóslega stórhættulegir samfélaginu! Tóku helling af pening frá fyrirtæki)? Er verið að betrumbæta þá (Já hendum þeim inn og læsum.. látum þá dúsa.. með öðrum glæpónum og dópi.. þeir hljóta að læra eitthvað...)?
PIrrrrrrr......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli