28 júní, 2004

Nýtt auga

Nýtt auga

Það er að vaxa nýtt auga á kinninni minni. Sjit! Urr..... maður hefði nú haldið að þetta tímabil væri búið.. en neeeeiiii...

Annars er voða lítið að frétta. Fór í bíó á laugardaginn. Vond mynd! Riddick.. Flott testósterón. En klisjur dauðans. Eina testó myndin sem ég ætla fara á næstunni er Spiderman 2. Annars ætla ég bara að láta þær í friði. Bölvað rugl bara.

Spilaði í gær og komast að því að Chronos (persónan sem ég talaði um fyrir neðan) er ekki dauður og líf hans heldur áfram. Sjit.. einn besti villain sem ég veit um. Geðbilaður fjöldamorðingi og ég skapaði hann (gef sjálfum mér klapp á bakið).

Hvað er þetta með mig og hálf-geðbilaða karaktera? Darius, Chronos, Trébarði, Fabrína og ekki má gleyma Smendrik.. rífst, skammast, og hef allt á hornunum? Jafnvel Isabella er hálf-undaleg. Rífst allavega helv... mikið. Hey.. Daegrefn var ekki svona! Daddarra....

Þannig að ég er ekki fastur í sömu týpunni... ligga ligga lái! Ef svo væri þá gæfi það geðheilsu minni ekki góða einkunn... en það er allt í lagi þar sem ég er hálf bilaður..

hey mig dreymdi voða dramatískan draum aðfaranótt laugardags eða sunnudags. Þar sem sorg, ofbeldi og ástvinamissir blönduðust í flottum dansi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli