Gleði tekur öll völd.
Innleggin virkar! Lausnin er fundinn, fæ ekki í bakið þegar ég labba upp brekkur. Fæ ekki svona krampa í ilina eða neitt. Frábært.
Var frábær dagur í gær. Yndislegt veður. Fór í ammæli hjá systur og sambýlismanni hennar. Dvaldi hjá þeim í nokkra klukkutíma, borðaði kökur og drakk gos (aðhaldið fór fyrir lítið). Spjallaði heillengi við hann Hafþór Brynjar og hann sofnaði ofan á mér. Það var góð tilfinning.
Fór síðan til Leifs og spilaði Catan, rústaði fyrsta spilinu (fannst mér) en lét svo Leif vinna seinna spilið.. hann var að hella í mig bjór. Spjölluðum heillengi síðan eftir á og kláruðum óþverrann hans.. áfengi sem hann kallar Beckerovka... eða eitthvað álíka. Rölti síðan heim, svolítið óstyrkur en ánægður með nýju innlegginn.
Frábær dagur. Yndislegur dagur... er svo í furðulegu skapi þessa dagana. Þrátt fyrir að hafa misst trúna á mannkynið... þá er eins og trúin á sjálfan mig hafi styrkst. Mér finnst (þágufallshneigð?? fannst þetta hljóma best)... mér finnst ég oftast vera í mínu "handsome mood" og er frekar high on life... alla vega í gær og vonandi í dag.
Næst er það Esjan.. hún verður sigruð innan við tveggja vikna.. who is with me?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli