14 júní, 2004

Bæn til guðs

Bæn

Góði guð

Ég hef verið einlægur aðdáandi þinn í mörg ár. Hef dáðst að því hvernig þú ferð með þetta mannkyn sem þú gafst frjálsan vilja.

Ég hef stundum verið frekar ósáttur við þín störf og haldið að 6 ára barn gæti gert betur en stundum hef ég haldið að þú værir bara guð sem skiptir sér ekki að þessum málum. Lætur bara hlutina ganga án þess að vera með einhver afskipti og ég býst við því að þú hefur flissað þegar þú heyrðir þær hugsanir hjá mér.

Hvað er málið? Finnst þér gaman að hræra í okkur og horfa svo á okkur hlaupa um eins og fífl? Finnst þér gaman að andvökunótum okkar og hvernig heilinn ruglar okkur í ríminu?

Ég vildi bara láta þig vita að þú ert með sjúkan húmor og þegar ég kem upp til þín þá ætla ég að gefa þér duglegt spark í þinn heilaga rass.

Amen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli