Biðin langa.
Fór á stefnumót í gær. Bara ljúfa stund sem var eytt í góða veðrið og spjall. En nú er boltinn hjá henni og ég verð að bíða... ég er víst talin mjög þolinmóður þannig að ég verð að þola þetta.
Annars er voða lítið að frétta. Hallur var að útskrifast á laugardaginn (já á undan mér... ) og það var haldið upp á það. Stútað einum vískipela (hjálparlaust) og bullað í gegnum kvöldið. Fékk síðan að finna fyrir mikilli þynnku daginn eftir. En þeim degi var eytt í að spila Chronos og loksins sá ég fyrir endalok þessa karakters. Ekki falleg endalok það.
Tók síðan til í bókasafninu mínu gær og setti skrautmunina mína upp í hillu (ekki mikill fjöldi það). Bóksafnið lítur samt ágætlega út og maður getur labbað þar inn án þess að stíga á eitthvað. Væri hægt að koma borði þar inn og búa til fína spilaaðstöðu.
Horfði síðan á Menace II society, fannst hún jafn kraftmikil í dag og ég sá hana fyrir mörgum árum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli