Morð - sjálfsmorð
Þegar ég var út í Danmörku varð skelfilegur atburður á Íslandi. Morð á 11 ára stúlku framkvæmt af móður. Móðirin reyndi síðan að fremja sjálfsmorð.
Margir eru búnir að lýsa undrun og reiði gagnvart þessu. Ég verð ekki einn af þeim.
Þetta hlaut að gerast einhvern tíman. það hlaut að koma að þessu. Ekki af því að samfélag okkar er svo rotið eða allt er að fara fjandans til heldur vegna þess að þetta fylgir mannkyninu.
Já það að móður myrði börnin sín hefur fylgt okkur lengi. Jú við fáum meira heyra um þetta í dag vegna fjölmiðla. Fólk mun myrða hvort annað, hvort sem það eru börn, konur, gamalmenni á allan mögulegan og ómögulegan máta.
Eina ástæðan fyrir að morð - sjálfsmorð hefur ekki gerst áður er sú að við erum 270.000 manna þjóð. En þetta mun gerast aftur einhvern tíman seinna.
En auðvitað syrgi ég þessa stúlku og finn til með móður hennar sem hefur myrt dóttur sína í einhverri geðveiki.
En þessi atburður kemur ekkert á óvart. Var bara spurning um tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli