24 júní, 2004

Rottur

Rottur, fljúgandi og skríðandi.

Rottur, dúfur, kakalakkar, húsflugur og eflaust helling af öðrum dýrum.

Allt hafa þessi dýr sameiginlegt að fjölga gríðarlega síðustu hundrað árin eða svo. Þetta eru dýr sem okkur finnst viðbjóðsleg og köllum þau meindýr. Köllum dúfur fljúgandi rottur.

Það er ein ástæða fyrir því að þessum dýrum hefur fjölgað svona mikið. Það er mannkynið. Fyrir miðaldirnar voru rottur bundnar á einum stað. Í miðasíu. Í dag finnurðu ekki borg eða bæ þar sem rotta er ekki á.

Mannkynið hefur dreift þessum dýrum allstaðar. Og leyft þeim að blómstra. Af hverju? Nú vegna lífsmynstur okkar. Við leifum gríðarlega miklum mat. Við byggjum húsin okkar þannig að það sé hægt að leynast í veggjum. Við gefum þessum dýrum næg tækifæri á því að lifa. Síðan útrýmum við þeim dýrum sem okkur finnst sæt og krúttleg. Þeirra lifnaðarhættir eru bara ekki sambærilegir okkar.

Nú er komin alveg þvílíkur áróður gagnvart húsflugunni. Að hún æli á matinn okkar og síðan skítur hún í hann. Og beri helling af bakteríum á fótunum sínum. Ég mundi vilja sjá rannsókn á því hvað margir hafa sýkst á húsflugum. En þetta er hluti af okkar lífi. Ef við viljum ekki hafa rottur eða húsflugur eða kakkalakka... þá þurfum við að breyta ýmsu í okkar lífsmynstri. Hættið að nöldra yfir þessu og lifið með því.

Rottur komast ekki í hýbýli okkar án þess að við séum með opið skolp. Annars er það bara hangandi í okkar skemmtilegu ræsum. Húsflugur gera ekki skaða nema að við geymum opin matvæli. Veit nú ekki af hverju fólk er að kvarta yfir dúfum og þekki ekki kakalakka nógu vel.

Þessi dýr eru bara hluti af okkar mankyni. Satt að segja þá bendir ekkert til þess að þessi dýr hætti að vera hluti af okkur. Lifum bara með þeim, við gerum það nú þegar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli