15 júní, 2004

Draumar

Draumar og fleira bull

Mig dreymdi í fyrradag að ég væri í partí og alltaf þegar ég þurfti að pissa þá pissaði ég í næsta video tæki eða tölvu. Stakk gaurnum bara í næstu rauf og lét vaða. Fannst ekkert óeðlilegt við það.

Ég djammaði mikið um helgina. Var í vinnupartí á föstudeginum og fór svo í útskriftarpartí á laugardeginum. Skemmti mér mjög vel á báðum kvöldum en fannst ekki eins gaman þegar ég fór í bæinn á laugardaginn. Skemmti mér ekkert voða vel í bænum, bölvaður hávaði og reykur.

Kláraði Six days of War og byrjaði á My Dark places e. James Ellroy. Kláraði hana svo í gær. Bók með góðu kjaftshöggi. Þarf að lána einhverjum hana svo að ég geti talað við einhvern um hana.

Langar að stjórna Rifts D20 eða gritty kúrekaheimi. Komin með helling af hugmyndum í kringum það.

Tek ennþá armbeygjur í vinnunni. Komin í 2*10 armbeygjur á tveggja klukkustunda fresti. Óli.. búin að tapa. Er búin að standa mig ágætlega í aðhaldinu, hef fallið bara einu sinni (var þunnur á laugardeginum). En samt sem áður þá er ég ekkert léttari.

keypti mér vog um daginn. En hún hefur ekki veitt mér neinar gleðifréttir ennþá.

Hann Hallur er að fara útskrifast á laugardaginn. Býður fólki í djamm, þannig að hveravellir verða úti. Ætli maður fái ekki að sjá gamla Urk.

Ég hugsa að ég fari ekki í málaskóla. Taki frekar þrjár vikur hérna á landinu og hafi síðan smá tíma til að taka á móti krökkunum frá Eistlandi.

Hvað er að atvinnurekendum sem vita af manneskju sem er góð í starfið og er vel liðin og þeir ráða einhvern fjölskyldumeðlim. Ég fíla það ekki. Atvinnurekendur ættu að vita betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli