04 janúar, 2005

Veikindi

Flensan

Já mér tókst að næla mér í flensuna. Byrjaði að finna fyrir henni á gamlárskvöld, særindi í hálsi, en ákvað að hunsa hana. Var orðin frekar slappur á nýjársdag en fór samt í partí um kvöldið. Á sunnudaginn hitti ég vini mína á groundinu en um kvöldmatarleitið vissi ég að ég væri að ofbjóða sjálfum mér.

Fór heim um kvöldið og fór að vorkenna sjálfum mér.

er búin að gera það síðan. Er horfa á star wars á fullu. Byrjaði á attack of the clones. Horfði á mynidna og síðan aftur með commentary á. Þetta commentary var tilgangslaust. Það kom mjög sjaldan eitthvað fram sem bætti við myndina sjálfur. Oftast var þetta "já þetta atriði er mjög mikilvægt" og síðan kom lýsing á sjálfu atriðinu sem maður var að horfa á.

Myndin sjálf er bara ekkert spes. Mjög flöt og fyrirsjáanleg. Ég bölva Georg Lucas fyrir að leikstýra nýju myndunum. Vissuð þið það að í mynd nr. 5 Empire Strikes back þá skrifar hann ekki einu sinni handritið. Hann er bara titlaður fyrir sögunni.

Þá voru góðir tímar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli