02 janúar, 2005

Nýtt ár

Hið gamla og hið nýja

Gamla

*fór til danmerkur og til Englands m.ö.0 fór ekki til neinna nýrra landa.
*labbaði Jökulsárgljúfrin og sá Ásbyrgi
*Byrjaði aftur í skólanum
*Byrjaði að drekka víski í meira magni en áður
*Kláraði ákveðin ævintýrapakka (sovereign stone)
*Komst að því betur og betur að mannkynið á sér enga viðurreisnar von
*ákvað að það væri betra að reyna bjarga manns eigin lífi í staðin fyrir að hugsa um að bjarga einhverjum öðrum
*Dró mig verulega úr Rauða Krossinum og finnst ólíklegt að ég fari í hann aftur.
*kynntist Jungle Speed.
* fór yfir 200 kallinn í launum (grunnkaup)
* eyddi yfir 50 kalli í föt (og fyrst uppdressi þá var jakkanum stolið)

Hið nýja

*Klára skólann.
*fara til Danmerkur og mjög líklega Þýskalands í febrúar.
*Kynna frekar Jungle Speed.
*Segja mig úr L-12 búðinni.
*Halda áfram með Sovereign stone ævintýrið.
*Langar að ganga aftur jökulsárgljúfrin, helst þá með einhverjum (einhverjir memm?)


Annars finnst mér áramótin yndislegur tími. Besti tími ársins að mínu áliti. Hef sjálfur ekkert gaman að skjóta rakettum í loftið en hef svo gaman að því að horfa á þetta sjónarspil. Finn alltaf fyrir einhverri gleðivímu á þessum klukkutíma sem þetta er að ganga yfir. Finn fyrir þeirri tilfinningu að nú er eitthvað nýtt að byrja (sem er auðvitað blekking... en blekking sem ég ætla að halda í).

Þegar ég skrifa þessi orð þá sit ég í stofunni og horfi út úm gluggan. Það er stillt og fallegt og dalurinn sem ég sé yfir er hvítur. ég hugsa um alla vini mína og kunningja, vinnuna mína og framtíðina. Ég finn fyrir sæluvímu. Yndislegri tilfinningu sem ég mundi vilja að allir myndu finna. Eins og það er allt að smella saman. Eins og ég elska ykkur öll.

er að spá að enda þetta með "viss um að ég lendi bílsslysi á eftir" en finnst það ekki nógu gott og lýsandi.

Njótið lífsins og vitið að ég elska ykkur öll (nógu væmið fyrir ykkur?)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli