Sivar Zombie
jamm ég er orðin ágætlega frískur. Hélt ég.. mætti í vinnu í morgun, fegin að vera laus úr þeirri prísund sem heimili mitt var orðið. Búin að fá leið á þeim tölvuleikjum sem ég var að spila og búin að horfa á allt of mikið í imbanum.
Leit síðan í spegil áðan. Lít út eins og lifandi dauður. Augun öll rauð og sprungin og ég fölur. Myndarlegur... Líður eins og ég sé á mörkunum. Ætti eiginlega að koma mér heim. Liggja síðan út helgina.
Sjit.. hvað það er leiðinlegt að vera veikur, breyting frá því sem áður var þegar maður var lítill.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli