Andvöku nótt
Ég svaf frekar illa í nótt. Átti erfitt með að festa svefn og dottaði síðan alla nóttina. Það var of heitt í herberginu, eða of kalt, þungt loft, hávaði í glugganum o.s.frv. Var mjög þreyttur og nennti þess vegna ekki framúr eða að fara lesa svo að ég lá þarna, dauðþreyttur og bíðandi eftir því að sofna. Svefninn kom um sjö leytið.
Ég hringdi mig inn og spurði hvort að ég gæti ekki mætt klukkan eitt og það var í lagi.
Ég finn fyrir einhverju stressi. Einhverju laumupúkastressi. Einhverju stressi sem ég virðist ekki geta horft í augun á. Ekki geta tekist á við. Það er óþægilegt. Veit ekki af hverju ég er svona stressaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli