03 febrúar, 2005

Samtal í draumi

Samtal

Ég átti gott og langt samband við manneskju sem mig hefur langað að tala við í langan tíma. Mig hefur langað að ræða við hana um starfsaðferðir hennar og hvernig hún hefur komið fram við ýmsa í kringum sig.

Þegar ég var að starfa með henni þá fannst mér ég verða illa svikin af henni og það hefur blundað í mér gremja síðan. Þessi gremja kom á yfirborðið fyrir nokkru þegar ég var að ræða við mann sem finnst hann vera illa svikin af þessari manneskju. Við ræddum aðeins um þessa manneskju (baktöluðum hana) og hann hafði ýmsar sögur að segja. Ekki neinar sem kom mér á óvart en voru staðfesting á því sem mig grunaði.

Þannig að ég settist niður með þessari umtöluðu manneskju og við ræddum um þetta mál. Mér þykir nefnilega mjög vænt um þessa manneskju og bjóst við miklu betri starfsháttum frá henni. Þess vegna varð ég soldið bitur. Við ræddum heillengi um þetta og við opnuðum okkur bæði. Ræddum um hvað okkur mislíkaði í fari hvors annars. Ræddum þetta lengi og vel og féllum síðan í faðma sátt og glöð.

Skildum síðan við annað í góðu. Bæði sátt við hvort annað.

Verst að þetta var draumur....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli