21 febrúar, 2005

London ferð

Árshátíð í London

Já, eftir að ég var komin úr landi autobahns þá var komið við á Íslandi í stutta stund og farið svo til Englands. Það var verið að halda árshátíð hjá vinnunni og þeir buðu okkur út.

Árshátíðin sjálf var á föstudeginum. Ekki beint besti dagurinn.. en ohh well.. ekki var ég að skipuleggja þetta. Það var þrælgaman.. skemmtiatriði og ágætur matur.

ég varð fyrir því óhappi að misstíga mig á leiðinni niður stiga nokkurn. Var á leiðinni á djammið þegar það gerðist og það gáfulega hefði verið að setja þetta strax á ís og slappa af....

En í staðinn drakk ég bara red bull blandaðan í vodka og long island ice tee. Dansaði eins og óður maður, en hlífði öðrum fætinum. Haltraði síðan upp á herbergi.

Vaknaði síðan fjórum tímum síðar, öskrandi (svona næstum því), ökklinn hafði tvöfaldað sig um nóttina og sársaukinn var eftir því. Fékk herbergisþjónustuna til að að koma og binda fótinn í ís og tókst þá að sofna.

Var síðan á faraldsfæti um daginn. Bruddi verkjapillur í miklum móð og haltraði út um allt. Var síðan orðin frekar þrekaður og sleyt mig frá hópnum sem ég var í. Fór í klippingu og settist á kaffihús að lesa. það var ágætt.

Um kvöldið var síðan farið á veitingastaðinn asia de cuba. Þetta var eitthvað sem var búið að ákveða fyrir mig á meðan ég var að skoða framtíðarhugmyndir í sambandi við spil. Ég heyrði hvað staðurinn kostaði (62 pund fyrir utan drykki) og mér blöskraði. 7000 kall fyrir utan vín. Sagði að ég mundi nöldra allt kvöldið ef maturinn væri ekki góður.

Eftir að forrétturinn var komin á borðið þá þagnaði ég. Borgaði síðan reikninginn (90 pund) með bros á vör. Einn besti veitingastaður sem ég hef komið á. Túnfisksteikin var það besta sem ég smakkaði þetta kvöld.

Í gær ætlaði ég að fara versla. Reyna finna skó handa mér og svona. Það gekk ekkert voða vel þar sem ég gat varla labbað og endaði ég þá för í bíó. Sá myndina Life Aquatic with Steve Zizzou. Fínasta ræma sem ég skemmti mér ágætlega yfir.. sýningin var líka hlélaus svo það skemmdi ekki fyrir neinu.

Verslaði síðan nokkra dvd diska og fékk mér að borða. Síðan var farið heim á hótel og þaðan upp á flugvöll. Kom síðan heim um hálf tvö leytið. Er alveg eldhress.... eða þannig...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli