07 febrúar, 2005

Að meika það

Meikdraumar

Tveir dagar í meikferðina mína. Mun ég verða heimsfrægur og uppgötvaður af elítunni og fá mitt ríkidæmi sem ég á skilið?

neee...

Lendi í London um sjö leytið og 12 tímum seinna er flug til Þýskalands. Á maður að reyna finna gistingu? Ég veit ekki hvort að það tekur því.. sé til.

Síðan að redda sér til Nuremberg. Eigum ekki gistingu fyrstu nóttina... :D reddast það ekki?

Tilraun verður gerð til að ná í ákveðið viðskiptatækifæri. En annars þá verður þetta bara fínasta skemmtun..

nema ef við fáum ekki passana inná ráðstefnusvæðið, og við þurfum að sofa úti fyrstu nóttina og við verðum rændir. Að farfuglaheimilið verður ógeðslegt og við komumst ekki í sturtu þessa viku sem við erum þarna. Ef Pétur hittir okkur ekki...

Það er margt sem gæti eyðilagt þessa skemmtun. En maður verður víst bara að lifa við það. Er það ekki annars?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli