04 febrúar, 2006

Upptalning

Kaupmannahöfn

Jæja þá er að koma að lokum að dvöl minni í Kaupmannahöfn. Kom hérna á mánudaginn og er að fara á morgun. Þetta er búið að vera ágætir dagar hérna. Er búin að drekka talsvert af bjór, í gær var dregið upp tequila flaska og hún var kláruð á engri stundu. En þrátt fyrir þessar tvær staðreyndir þá hefur ekki verið mikil drykkja á manni.

Hann Hallur er búin að vera veikur alla dvöl mína og það endaði með því að hann fór í aðgerð þar sem var tekið hálskirtlarnir úr honum og veitt greftrinum sem hafði verið að plaga hann að komast út. Dvaldi eina nótt á spítala. Er að hressast núna en má bara borða kaldan mat.

Ég, mitt frábæra ónæmiskerfi, tókst að ná mér í þennan vírus og ég bið bara til guðs að hann fari ekki á sömu braut eins og hann gerði með Hall. Sit hérna við tölvuna og vorkenni sjálfum mér.. eins og vanalega þegar ég er veikur.

En við erum þrír vinirnir hérna útí köben, Leifur og Halli D eru staddir hérna líka og þrátt fyrir veikindi og slappleika þá hefur okkur tekist að skemmta okkur vel. Átt í miklum öflugum samræðum um kynþáttahatur, munnmök, kvenmenn og kynlíf almennt o.s.frv.

Núna eru strákarnir líklega á lan setri að spila tölvuleiki og reyna að skjóta hvern annan. Ég ákvað að leggja mig aðeins og ætlaði að síðan að hitta drengina. En þar sem ég svaf í tvo og hálfan tíma þá ákvað ég að vera aðeins lengur heima og bara taka því rólega.. fá mér tebolla og skrifa þessar línur. Er á seinni klínex pakkanum og það gengur hratt á hann.

Ég ætla samt að reyna skella mér í partíið sem herbergisfélagi Halls er búin að setja saman. Þar sem Hallur má ekki drekka þá ætti hann að geta veitt mér félagsskap ef allir verða sauðdrukknir.

Síðan bíst ég við því að næsta rafrausar pistill verði skrifaður í Prag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli