Fegurð
Það er svo margt fallegt sem er sjaldan talað um. Fegurðin í því að ganga um borg sem maður þekkir ekki neitt, sjá gamalt fólk leiðast, að sjá hunda þefa af hvor öðrum, hvernig fólki tekst að búa saman í margmiljóna borg og komast að mestu leyti heilt í gegnum daginn.
Svo margt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut.
Ég er frekar ánægður í dag og er mjög sáttur. Vinnan sem ég er komin í lítur vel út og þetta lítur frekar vel út hérna megin. En maður er auðvitað bara nýbyrjaður svo maður veit ekki hvernig þetta kemur út...
Er með eina íbúð í sigtinu og það er spurning hvernig það á eftir að koma út.
Ég finn samt rosalegan mun á mér.. veit ekki hvort að það sé andrúmsloftinu hérna eða þessum aðstæðum sem ég er í..
Eða eða eins og einn vinur sagði við mig um daginn að andrúmsloftið á Íslandi drægi úr honum allan sköpunarkraft.. sagði að hann hefði aldrei verið í eins góðri þjálfun og í dag en hann væri hættur að skrifa ljóð og skapa eitthvað.. þurfti alltaf að vera gera eitthvað..
Ég er meira segja lítið búin að hugsa um spunaspil. Líka margt búið að vera að gerast hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli