06 febrúar, 2006

í Prag

Fyrsti dagurinn í Prag

Kom til Prag í gær. Með rosalegt kvef og mikið slím. Skemmtilegur gestur. Bankaði í yfirmanninn og sagðist ekki mæta í vinnu á mánudaginn.

Það var kalt hérna í gær. Skítakuldi.. það sést auðvitað engin snjór en hann sást á meðan við ferðuðumst frá flugvellinum.

En Leifur sagði að það hefði verið jafn kalt hérna í Prag og hefði verið út í Köben svo þetta gæti verið bara ég sem er veikur.

Í dag svaf ég frameftir. Vaknaði við að síminn var að láta mig vita að mikilvæg manneskja ætti afmæli í dag. En sofnaði aftur og svaf ágætlega, dreymdi lítið sem ekkert og vaknaði endurnærður. Fullur af hori og slími og með þungt höfuð en endurnærður.

Eftir smá rölt um íbúðina hans Leifs þá var tekin stefnuna á að fá sér að borða. Rölti út í tesco (ég þekki nefnilega þetta hverfi sem hann Leifur býr í. Ég, geb og Óli vorum með íbúð hérna nálægt ´99).

Núna er ég búin að komast að því af hverju rafraus verða oft svona leiðinleg þegar fólk er nýbúið að flytja.. það er að tala um aðstæður sem það er búið að komast í sem eru merkilegar en maður nennir ekki að lesa endalaust um. Eins og núna þá langar mig að ræða um þá reynslu mína að kaupa í matin hérna.. mig langar líka ræða um matinn sem ég er að borða og svoleiðis hluti.

en það er allt í lagi að ræða um það stundum. Svo að...

Annars fékk ég lánaðan Ipod hjá leif og þvílíkt snilldar tæki hefur ekki verið fundið.. verð að fá mér svona!

en já.. ég keypti 4 rúnstykki, Barello oliviu olíu smjör (eina vörumerkið sem ég þekkti), 2 banana, 2 appelsínur, kjöt álegg á brauðið, ost, lítir af appelsínusafa og einn og hálfan lítir af vatni. Þetta kostaði mig 108 tékkneskar krónur (sem gera u.þ.b 270 íslenskar krónur). Það dýrasta var smjörið um 70 krónur íslenskar.

Fór og settist í eldhúsið hans Leifs og fékk mér tvö rúnstykki með smjöri, osti og kjöti, drakk 2 glös af appelsínusafa og eitt glas af vatni (með svona vítamínstöflu útí), og núna á meðan ég er að skrifa þennan pistil þá er ég að borða appelsínu. Held að það sé mjög sjaldan sem ég borða svona máltíð.. kemur í ljós hvort að ég held áfram á þessari braut.

Og talandi um það. Steig á vigtina hans Leifs og hún sýndi 94 kg. Þetta var alveg eins vigt og hann Árni fyrv. yfirmaður kom einu sinni með í vinnuna og hún sýndi alltaf svona 3 kg meira en allar hinar sem hann kom með. Er að spá hvort að ég eigi að taka þessa vigt alvarlega.. mér líður nefnilega djöfull vel (fyrir utan slímið, horið og þungan í hausnum). Það kemur bara í ljós...

Annars er leitin að íbúð byrjuð og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Langar í íbúð með baði.. staði til að hengja myndirnar mínar á og internettenginu. Vil ekki sjá sjónvarp (er búin að lofa sjálfum mér því að ekkert sjónvarp mun koma inná mitt heimili hérna í útlöndum).

Var ég búin að segja hvað Ipod-in er mikil snilld? já.. hmmm..... aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Jæja.. ég sakna allra (suma meira en aðra) og bið kærlega að heilsa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli