Rafraus í útlöndum
Ég verð að játa að ég hef alltaf hætt að lesa rafraus fólks sem flytur til útlanda. Hef fundist svoleiðis rafraus verða á endanum leiðinlegt. Fólk er þá með endalausar upptalningar á því sem það er að gera.. nýju staðirnir sem það er að fara á o.s.frv.
Hættir að vera með vangaveltur um lífið og tilveruna og fer að segja frá því hvað allt er ódýrt í nettó.
Fólk fer þá meira í upptalningagírinn. En eftir smá tíma þá fer þetta af þeim. Þegar fólk lítur á staðinn sem það býr á sem heimili þeirra. Tinna er komin á þann stað núna. Maður finnur fyrir því að henni líður vel á þessum stað sem hún býr á núna og lítur á hann sem heimili.
Ég veit ekki hvernig rafrausið mitt verður.. það verður bara að koma í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli