23 janúar, 2006

Brokeback Mountain


Ástarsaga milli tveggja karlmans kúreka. Saga sem gerist á yfir 20 árum. Hommamynd.

Ég verð að játa að þetta er ein af þeim fallegustu myndum sem ég hef séð. Tilfinningarnar sem eru hjá öllum persónunum eru svo vel sagðar. Maður settur í spor og hugsanir einstaklings með nokkrum svipbrigðum og orðum.

Þegar ég sá hana þá fannst mér hún góð. En minningin um hana stækkar. Finnst leikararnir standa sig gríðarlega vel. Er að sjá fyrir mér hinu ýmsu skot í myndinni. Svipbrigði og hluti sem eru að verða flottari.

Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst mínum tilfinningum gagnvart þessari mynd. Veit ekki hvort að hún sé fyrir alla. En hún er í topp 3 hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli