Fyrsta rafrausið í útlöndum
Þrátt fyrir allar áætlanir sem maður gerir, þrátt fyrir alla drauma sem maður hefur þá tekur lífið stundum á því að hlusta ekkert á það sem maður er að stefna að. Það gefur manni bara einn í nýrun og lætur mann hósta blóði í nokkra daga.. ef ekki mánuði (nú er ég auðvitað að tala í myndlíkingum).
Ég er nú komin til Köben, ætla að vera þar í nokkra daga í góðu yfirlæti hjá góðum vini. Það er skítkalt hérna í danmörku og snjór út um allt. Dröslaðist með 38 kíló tösku í gegnum köben.. mæli ekki með þeirri reynslu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli