17 janúar, 2006

Ristilkrampi

Ristilkrampi/Iðraólga
Hægðir og önnur skemmtilegheit

Ég rafrausa vegna athyglissýki og ég hef mikla þörf fyrir að tjá mig um ýmsa hluti. Suma hluti sem mig langar til að röfla um eru bara ekkert vinsælir í spjalli. Hægðir er eitt af þeim. Þeir sem hafa þekkt mig í mörg ár að ég hef mikinn áhuga á hægðum og alls kyns starfsemi í kringum það ferli.

Það er nú bara ósköp eðlileg skýring fyrir því. Einu sinni heyrði ég brandara sem hefur svo verið brenndur inní mitt heilabú, þrátt fyrir að vera með krónísk minnisleysi á brandara. Hann hljómar svona

Þrír ættliðir feðga hittast á sunnudegi í fjölskylduboði og þeir segja að þessi helgi sem er að líða er ein af þeim betri sem þeir hafa upplifað.
Sá yngsti segir: Ég og konan mín leigðum okkur sumarbústað og vorum bara þar tvö og það var sko tekið á því. Upp á borðum, í sturtu, bara alls staðar og alltaf. Geggjuð helgi.
Faðir drengins segir : Móðir þín eldaði þetta dýrindislæri í gær. Fullkomlega steikt með öllu tilheyrandi, kartöflum, mömmusósu, rauðkáli og alles. Lá á blístri í gær.
Afi tekur til síns máls og segir: ég átti þessar dýrlegu hægðir í gær.....

Ég skildi svo vel hvað afinn átti við. Þetta er svona hjá mér. Ég hef hægðir og segi við sjálfan mig á eftir "þetta voru góðar hægðir".

Ég er með ástand sem heitir á fræðimáli Iðraólga (hét fyrir nokkrum árum ristilkrampi en það virðist hafa dottið úr tísku). Ég er búin að vera með þetta í fjölda mörg ár. Byrjaði í framhaldsskóla og hefur ekki stoppað síðan. Þetta tengist matarræði en ég hef ekki enn áttað mig á því hvað nákvæmlega veldur þessu. Það virðist vera svo mismunandi hvað kemur af stað krampanum. Einn daginn þá get ég etið allt, t.d í gær þá fékk ég mér Nonna bát sem er nú ekki þekktur fyrir hollan mat en maginn var í fína lagi. Ekkert bögg. En oft þá er bara tekin stefnuna á næsta klósett eftir að hafa borðað svoleiðis mat.

Ég hef lært að lifa með þessu en þetta virðist fara versnandi. Er líka búin að ákveða það þegar ég er fluttur til Prag að taka matarræðið vel í gegn. Hætta að borða rautt kjöt í smá tíma og láta allar mjólkurvörur í friði. Drekka bara þeim mun meira af vatni (það er vatn í bjór er það ekki?) og sökkva í græn fæði og hvítt kjöt. Reyna að elda meira o.s.frv.

Ég er ekki viss um hvort að það sé lausnin. En þar sem ég hef reynt Trefjatöflur, drekka mikið vatn, trefjaduft, sleppa öllu gosi, minnka við mig skyndibita.. þá get ég alveg eins prófað nýjan lífstíl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli