25 janúar, 2006

Tilfinningaþvaður

Án titils
Tilfinningaþvaður

Merkilegt hvað sumir hlutir breytast hratt. Hvað tilfinningar og hugsanir þróast mikið á stuttum tíma. Hvað sumar persónur hafa mikil áhrif á mann.

Ég er alltaf að læra á lífið. Er að reyna taka mig á í mörgum hlutum. Alveg ótrúlegt hvað litlir hlutir hafa mikil áhrif.

er maður ekki alltaf að þróast?

Ég fékk fyrir stuttu smá ræðu um það sem ég ætti að bæta í fari mínu. Ábendingar sem ég hef fengið áður, en stundum síast svona ábendingar alltof hægt inn. En ég hef ákveðið að taka mig á.

Ætti kannski að fjalla nánar um það? ... kannski seinna.

Nú ætla ég bara segja hálfkveðnar vísur.

Upp á síðkastið hef ég fundið fyrir því að ég á marga góða vini sem styðja mig og fjölskylda mín er ómetanleg. Ég á því fólki sem er í kringum mig mikið að þakka. Ég vona að allir sem eru í kringum mig viti það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli