Saga
Stóð á miðri götunni, horfði til himins, heyrði bílana flauta á mig og bílstjórana segja mér að drulla mér af veginum,
Ég öskraði af lífsins sálar kröftum, vildi öskra og tæma mig af öskrum. var komin með nóg. Vildi formæla heiminum, vildi láta vita að ég væri óánægður, blótaði guði og mönnum, vildi að sumir hlutir væir ekki svona,
Hver bauð upp á svona? Öskraði og blótaði á meðan riginingin skall á andlitinu. Fólkið sem hafði safnast saman fór að hörfa og ég sá að nokkrir voru að tala í símann, það skipti ekki máli. Ég þurfti að öskra, ég þurfti að láta vekja athygli á þessu. Ég var reiður, svo reiður...
langaði að fá útrás, langaði að berja einhvern, en reiðin mín fékk útrás með öskrinu. Þessu dýrindis öskri, heljar öskri, þessum formælingum, þessu blóti...
Mótmæli við örlögum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli