09 janúar, 2006

Spila til að Gleyma

Spila til að gleyma

Stundum er maður í þörf fyrir veruleikaflótta, ég held að allir gangi í gegnum tímabil þar sem þeir þurfa aðeins að stíga út fyrir veruleikann og gleyma sér í einhverri gleði.

Ég spila. Og það skiptir engu máli hvurslags spil er verið að tala um. Hlutverkaspil, borðspil, tölvuleikir. Mín flóttaleið er að spila, sökkva sér niður í annan heim. Heim þar sem ég ræð. Þar sem allt er sett ínní ákveðnar leikreglur, þar sem maður veit hvað er að gerast, veit alveg hvaða reglur eru til staðar eða að maður sé að ímynda sér að maður er einhver annar. Einhver hetja, eða dusilmenni sem gengur um sveitir fjarlægs lands.

Ég hef reynt aðrar flóttaleiðir.

Einu sinni þá var ég heima hjá mér og var í einhverri hrikalegri vanlíðan og ákvað að prófa drekka. Átti þar þessa fína vískiflösku sem ég tók nokkra gúlsopa úr. Vískið var gott en hjálpaði ekkert til með að láta mann gleyma, leið bara enn verr og hugsaði enn meira um mína vanlíðan.
Síðan hef ég reynt að sökkva mér í kaffihúsaferðir með vinum, hitta þá sem mest.. en þá versna oftast málin, endalaust rætt um vanlíðanina og hvað maður getur gert. Það hefur aldrei virkað nema kannski hjá einum vini... en þar fer öll umræðan um spil..
Síðan hef ég reynt að sökkva mér inní kynlíf en það hefur oftast flækt málin.

Þannig að ég spila til að gleyma. Hefur virkað mjög vel hingað til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli