Atvinnulaus
Já ég er atvinnulaus. Ég setti fyrir framan mig stóra dagskrá um hvað ég ætti að gera þessa daga sem ég var í fríi og það kom fljótt í ljós að dagskráin var tæmd frekar snemma.
Ætlaði að fara í viðtal til námsráðgjafa í sambandi við námið. Eitt símtal dugði.
Ætlaði að finna endurskoðanda en daginn sem ég settist niður til þess að hringja þá fékk þær fréttir að endurskoðandi væri fundin.
Er enn að bíða eftir því hver verður eftirmaður minn á stuðningsheimilinu svo að ég er ekki byrjaður að pakka.
Það er ekki nóg pláss á tölvunni til þess að byrja troða inn tónlist fyrir flutningana.. en ætli ég byrji ekki á því á morgun.
Hugurinn minn er á þeytingi þessa dagana. Þetta er örugglega eitt markverðasta árið sem ég hef upplifað. Það er svo margir spennandi hlutir í gangi.
Keypti mér Fables: Homelands um daginn. Veit einhver hvað það er? Bók nr. 6 í einni bestu teiknimyndaseríu sem hefur verið sköpuð. Núna vonar maður bara að höfundurinn lendi ekki í neinu slysi og drepist.. það yrði hræðilegt.
Byrjaður að ímynda mér hvernig ég ætla hafa herbergið mitt. er að spá hvaða myndir ég ætla taka með mér. Í fyrsta skiptið í lífi mínu þá fer ég að hugsa um að ég verði að hafa myndir af vinum og ættingjum hangandi upp á vegg. Áður fyrr var það bara myndir af mér og Jesú.
Var að skoða herbergi og íbúðir í Prag í dag, fór inná þessa síðu. Hugurinn fór á flug.
Er eitthvað til sem heitir örlög? Ég er alltaf að flakka á milli að svo sé ekki og það hlýtur að vera eitthvað til sem heitir örlög. Endalaus umræða inní mér. Þetta er á sama stað og umræðan um guð og tilveru hans. Stundum er ég bara fastur á því að það geti ekki verið til guð. Stundum er ég með þá hugsun að ef guð sé til þá á hann ekki skilið að láta tilbiðja sig. En stundum finnst mér að það sé til guð og hann er að reyna leiða mann áfram.. skil þetta ekki.
jæja.. besta að halda áfram að vera atvinnulaus og rónast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli