20 janúar, 2006

Roleplay raus

Nosferatu

Skrímsli. Hann var skrímsli. Leit þannig út og hegðaði sér oft þannig. Aðrir eins og hann héldu sér í fjarlægð en vissu að það væri hægt að nota hann. Stór maður, hafði alltaf verið stór en þegar hann varð að þessu þá varð hann einhvern vegin stærri. Óhugnanlegur.

Hann var búin að vera svona í 300 ár. Þegar borgarastríðið braust út þá varð hann eftir, haltur á fæti og átti stóra fjölskyldu. Varð einhverskonar lögreglustjóri. Reyndi að vernda bæjarbúa fyrir ribböldum og ræningjum. Var strangur en sanngjarn.

Síðan byrjuðu morðin. Lík sundurtætt og limlest, fólk eitt út á gangi sem hvarf. Brotist inní afskekta bæi og fólk drepið. Hann fékk martraðir, svaf ekki og var oft á ferli einn. Vildi ná þessum morðingja. Varð heltekin af því að finna hann.

Tókst það á endanum. Eða kannski mætti segja að morðinginn fann hann. Hann hafði aldrei hitt ofurjarla sinn í bardaga. Sérstaklega opnum bardaga... hvað þá við grannvaxinn kvenmann. En hún lék sér að honum, reif af honum vopnið, kastaði honum fram og til baka. Sýndi það algjörlega að þetta var ekki mannvera sem hann barðist við.

Eftir að hafa lamið hann niður og hann vissi að hann væri búin að tapa bardaganum og bið dauða síns. Þá tók hún allt í einu til máls. Sagði að hún hefði verið að bíða eftir honum. Sagði að hún elskaði hann en vildi að hann elskaði sig. Hún sagði að hún skyldi það alveg að hann gæti ekki elskað hana. Það myndi bara koma með tímanum. En núna fengi hann að ráða. Annað hvort fórnaði hann sér fyrir fjölskylduna sína og kæmi með henni eða hún myndi drepa hann hér og nú og færi svo og myrti alla hans fjölskyldu. ALLA. Fjarskylda ættingja og allt. Hefnd hennar væri ægileg.

Hann sagðist myndi aldrei elska hana og einhver myndi gera útaf við hana. Þá sýndi hún sig. Óhugnanlegra kvikyndi hafði hann ekki séð. Skrímslasögur föður hans hafði ekki undirbúið hann fyrir þetta. Hann bað til guðs um að bjarga sér en skrímslið beið. Hann gat ekki flúið en vissi það að hann gæti aldrei látið sínar ákvarðanir lenda á börnum sínum svo hann fór með henni. Hún breytti honum, drap hann og gaf honum svo lífið.

Á endanum hafði hann elskað hana og þegar hún fór frá honum 80 árum síðar þá fannst honum eins og tilveran hans hefði hrunið.

En maður leggur ekki árar í bát. Hann elti uppi sína ættingja og fann barnabarnabarnið sitt og fylgdist með fjölskyldunni sinni stækka og dofna. Það gerði hann enn í dag með hléum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli