03 janúar, 2006

Nýtt ár

Nýja árið

Á þessu ári hef ég klárað eina bók, sungið mikið í singstar, farið yfir bókhald, reynt að kaupa fables nr. 6, sofið lítið og spilað mikið Battle field 2.

Bókin sem ég kláraði hét Z - ástarsaga e. Vigdísi Grímsdóttir. Ég verð að játa að þetta er ein af þeim betri ástarsögum sem ég hef lesið. Ég var þrisvar næstum því byrjaður að gráta yfir þessari bók. Fegurð ástarinnar í bókinni var rosaleg. Erfitt að lýsa henni.

Nýja árið lítur vel út. Það leggst mjög vel í mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli