Börn
Börn eru yndislegar manneskjur, sjálfselsk og sjálfshverf. Allt snýst um þau, finnst þeim. Miða allt út frá sjálfum sér og eru í tengslum við tilfinningar sínar.
Elska þegar þau vilja elska og hata þegar þau vilja hata. Gráta þegar þau meiða sig og hlæja þegar þau sjá eitthvað fyndið.
En þegar þau koma á vissan aldur (6+) þá byrja þau að tala um, í einhverri alvöru, hvað þau vilja gera þegar þau eru stór og þá finnst mér eins og ég sjái alvöru lífsins koma fram í þeim. Eða þegar þau tala um skólan og segjast leiðast í honum. Ég verð alltaf hálf-sorgmæddur þegar ég heyri að börnum leiðast í skólanum. Að það sé ekkert skemmtilegt í honum. Ég veit vel að oftast er þetta bara stutt, þannig líður þeim í dag en þegar þau mæta í skólann daginn eftir þá finnst þeim gaman.
En þarna finnst mér sjá fyrsta skrefið í því að vera fullorðin. Þarna eru þau að finna fyrir skyldum þess að þroskast og þarna sér ég vísir að því þegar börnin eru byrjuð að ýta niður tilfinningum sínum. Hætta að segja frá hatrinu, ýta því til hliðar, vita að það að elska getur haft slæmar afleiðingar, hlæja ekki á röngum stöðum og minnka grátinn.
Ég á engin börn sjálfur og miðað við núverandi ástand þá er nokkuð langt í það að ég eignist barn. Veit satt að segja ekki hvort að ég væri góður uppeldisaðili, síðan veit ég ekki hvort að ég myndi vilja hlusta á hláturinn og háðsglósur hjá systkinum mínum. Þar sem ég hef verið óspar á "ráð" og "ábendingar" varðandi uppeldi, enda lærður maður og hef gríðarlegt vit á uppeldi barna....
anívei.. auðvitað veit ég að uppeldi er erfitt og það hjálpar stundum ekkert að heyra í einhverjum besservisser hvernig á að fara að hlutunum. Djö.. komin í einhvern varnarham hérna...
Anda djúpt og hlusta á tónlistina sem er í gangi. Coldplay með fix you. Gítarsóló.. varnarhamur farin í burtu.
Mér finnst öll börn falleg, það er sjaldan sem ég hitti barn sem ég þoli ekki. En auðvitað gerist það af og til. Á leikskólanum þar sem ég var að vinna þá hitti maður stundum pirrandi börn. En þau voru samt yndisleg og falleg þegar sá háttur var á þeim. Annars náði ég mestum tengslum við þessi börn sem engin þoldi.. börnin sem bitu og skyrptu, sem voru hálf útundan. Ætli ég hafi ekki fundið einhverja samleið með þeim.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli