23 janúar, 2006

Hár í kringum geirvörtur

Hár á bringunni

Það fólk sem hefur séð mig ber að ofan hefur náttúrulega tekið eftir því að ég er nokkuð vel vaxin... og ekki með nein bringuhár. Ég virðist hafa algerlega hárlausa bringu.

Það er náttúrulega alger vitleysa. Ég hef alltaf verið með svona 3 hár. Eitt við vinstri geirvörtu og hin tvö við hægra. Frekar dökk hár. Þau hafa aldrei pirrað mig og ég hef bara leyft þeim að vaxa. Hef stundum fundið fyrir þeim þegar þau rifna burt.

En um daginn tók ég eftir því að þessi hár hafa fjölgað talsvert. Orðin um 10 við hverja geirvörtu. Svört og löng hár.. nokkuð þykk hár.. Ég sá fyrir mér mig orðin svona 60 ára gamlan og með nokkuð góðan brúsk á bringunni... í kringum geirvörturnar.

Fannst það ekki heillandi tilhugsun og ákvað að gera eitthvað í þessu. Skrapp í sturtu áðan og klippti þessu bölvuðu hár í burtu. Ætli ég taki ekki þá reglu að klippa þetta reglulega í burtu.

Áhugaverðar upplýsingar?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli