Rafraus
Ég mun eflaust lítið rafrausast á næstu dögum. Það er helling að gera hjá mér og ég mun eflaust fá lítin tima til að röfla. Síðan er ég hættur í vinninnu og ég notaði dauðu tímana þar til að rausast.
Ég þarf að koma ýmsum hlutum í góðan farveg áður en maður fer til útlanda.
Um áramótin ritskoðaði ég pistil um síðasta ár. Nú af hverju? Það eru ýmsir hlutir sem maður skrifar ekki um á rafrausinu sínu. Hjá mér þá sleppi ég skrifum þar sem annar aðili kemur við sögu og skrifin gæti sært viðkomandi. Ég hef ekki áhuga á því að særa annað fólk. Ég geri það í sífellu en það er óþarfi að vera bæta þessu við.
En ástæðan fyrir því að ég segi frá því að þetta er ritskoðuð er einföld. Ég mun svara ef fólk spyr. Ef fólk spyr hvað þetta ritskoðað er þá mun ég svara fólki. Kannski ekki pabba og mömmu en eflaust flestum.
Annars líður mér mjög vel þessa dagana. Er sáttur við ákvörðunina um að flytja það koma upp bakþankar af og til en í flestum tilfellum þá er ég afskaplega sáttur.
Annars hef ég verið mikið að spá í ást síðastliðnu daga. Hvað þýðir að vera ástfangin, vera hrifin, elska, þykja vænt um o.s.frv. Er að ganga í gegnum sömu pælingar og fóru í gegnum hausinn á mér þegar ég var yngri. Hef verið að velta því mikið fyrir mér hvort að ég hafi einhvern tíman elskað einhvern og þá hvern, velti því fyrir mér hvern mér þykir vænt um, hverjum ég er hrifin af o.fl.
Merkilegur andskoti.. tilfinningar eru...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli