21 janúar, 2006

Pakka

Að pakka
er ekki góð skemmtun....

Jæja þá er maður byrjaður að pakka. það er erfitt. Hvernig í fjandanum fer maður að því að sanka að sér svona miklu drasli? Og er ekki einu sinni byrjaður á bókunum... kvíði þeim parti nokkuð. Ég var að fara í gegnum fataskápinn minn.. sjit.. ákvað að henda þó nokkuð mikið af fötum. Fyllti einn svartan ruslapoka. En það er svo mikið eftir af fötum.. veit ekki hvað ég á að gera við þetta. Sumt getur maður bara ekki hent þrátt fyrir að hafa ekki notað þessi föt í hellings tíma.

"Þarna er Sidharta bolurinn, sjit hvað er mikil skápalykt af honum, af hverju var ég hættur að nota hann? Já.. hann meiddi mig í hálsinum... en ég get ekki hent honum.. Þetta er SIDHARTA bolurinn.."

O.s.frv. Ég henti samt helling.. flottu flauelsbuxunum sem ég keypti í L-12 og fílaði mig geðveikt í.. þangað til að talan datt af og mér fannst ég vera feitur í þeim.. ætlaði alltaf að grenna mig en stundum er komið nóg.

Síðan eru allir þessi smáhlutir.. skraut munir og dót sem maður getur ekkert gert með.. en þegar maður handfjatlar og skoðar þá vakna minningar upp. Steinninn sem ég fékk í Svíþjóð, ekki beint skrautmunur en fæ beintengingu við þær tilfinningar sem ég var að upplifa þarna (sem voru kjánahrollur og skömm). Ekki get ég farið að henda honum? En hvað á ég að gera við hann.. taka hann með mér? Nei.. það gengur ekki. En ekki get ég hent honum.. og varla er hægt að skilja hann eftir hjá R-inu...

En þetta er samt svona hlutur sem mun alltaf vera ofan í kassa. Mun aldrei vera uppi í hillu eða neitt þannig. En ég get ekki hent honum. Þannig að ég þarf að útbúa minningakassa.. á einn slíkan en það er margt í honum sem ég ætti að fara í gegnum. Og fá mér flottari kassa.

Síðan þegar ættingjar mínir fara í gegnum draslið mitt þegar ég verð dauður, þá taka þeir upp þennan stein, hrista höfuðið og spá í hvaða andskotans drasli hann Jens var alltaf að sanka að sér.

Ég vona samt að þegar ég er orðin eldgamall og elliær að ég eigi helling af svona minningarhlutum. Hlutum sem ég get tekið upp og farið aftur í tíman. Upplifað þær tilfinningar sem voru að krauma í mér á þeim tíma. Verð örugglega pirrandi elliheimilisíbúi. Með helling af óskiljanlegu drasli í herberginu mínu sem ég handfjatla af og til.

En ég get bara ekki hent minningum og tilfinningum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli