18 janúar, 2006

Iron Kingdom

Margus Totoya

"Jæja, " sagði hann við sjálfan sig og klappaði hestinum. "komin tími á að taka niður grímuna og gangast henni á hönd"

Hann leit upp og horfði á snævi þakktan skóginn. Það var logn og gríðarlega fallegt. Fjöllin í fjarska og sá lítinn reyk líða úr bænum, bænum hans. Hann fann fyrir stolti yfir fegurðinni. Þetta var hans. Faðir hans var löngu hættur að skipta sér af daglegum störfum og hann stjórnaði öllu. Vissi líka að hann gerði gott starf. Fólkið var ánægt og vinnusamt. Drottningin var mjög ánægð með hans störf og hafði veitt honum orðu fyrir þau.

En nú var komið að því að gríman falli. Hann vissi það að hann myndi fyllast stolti þegar bærinn væri í rúst, flestir dauðir eða hnepptir í þrældóm og allt komið í tómt rugl. Hann gerði það. Hann gat allt. Gjörsamlega allt. Hann var komin langleiðina í ból drottningar en vissi að það myndi aldrei ganga þar sem hún væri vernduð af öflugum galdramönnum og prestum. Hafði sagt við hana að hann væri henni ekki samboðin. Sem var svo sem rétt. Eina manneskjan sem hann hafði heillast af og óttaðist. Vissi að hann gæti ekki stjórnað henni, haft áhrif á hana en aldrei stjórnað. En svik hans myndi vera ægileg. Verstu svik á versta tíma.

Hann harðnaði við tilhugsina. Thamar var góður meistari. Láttu undan hvötum. Öllum hvötum. Hann hafði daðrað við hana lengi en aldrei gengið henni á hönd eða gert eitthvað algerlega eftir hvötum. En fyrir mörgum árum síðan þá lét hann undan sinni hvöt. Athugaði hvort að það væri hægt að spilla þeim óspillanlegu. Hvað hann gæti látið fólk gera, hvað hann gæti stjórnað fólki. Hann hafði alltaf hið sjötta skilningarvit gagnvart fólki. Hver var drifkraftur þess, hvað ýtti því áfram. Hann gat allt. Látið álfa selja fólki sitt í þrældóm, látið mæður drekkja börnum sínum vegna ástar, elskendur halda framhjá. Allt. Stundum þegar hann áttaði sig á því hvað fólk var spillt þá drap hann það og varð bjargvættur. Hann fylltist viðbjóði þegar hann hugsaði um Alexis. Hann lét eftir sínum hvötum og það varð aðeins of mikið. Hann alexis hvarf fyrir 5 árum síðan og flestir héldu að hann hefði flúið réttvísina. En svo var ekki. Gröf hans var ekki langt frá heimilinu hans. Thamar ýttir við fólki. Ólíkt því sem margir halda þá er hún ekki að láta fólk gera neitt. Lætur það bara gera það sem það vill gera.

Hann lifði góðu lífi hérna. Mikið af fólki gekk Thamar á hönd, ótrúlegt hvað margir hefðu gangið alla leið og væru í dag að nota blessunar Thamar í daglegu lífi. En hann vissi að staðurinn hans væri ekki hér. Hann átti ekki hugmyndina að þrælasölunni en ótrúleg hugmynd. Eftir viku væri hann algerlega frjáls. Gæti farið hvert sem er og gert hvað sem er. Hann vissi að hann ætti svona 20 ár eftir.. og hann ætlaði að njóta þeirra. Síðan myndi faðmur Thamars bíða hans. Hann beið óþreyjufullur eftir að komast í hann og ef hann myndi ráða þá myndi Thamar taka hann í dag. En hann vissi að hann yrði aldrei samboðin henni.. ekki enn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli