30 desember, 2005

Síðasti...

Síðasti pósturinn

Ég hugsa að þetta verði síðasti pósturinn sem ég skrifa...

.. á þessu ári og í vinnunni.

Já í dag er síðasti dagurinn í vinnunni minni. Hef unnið hjá Lánstrausti hf í rúm þrjú ár. Já ég byrjaði hjá Lt í okt 2002. Líkaði mjög vel í þessari vinnu og mun sakna hennar.

Nýtt ár er að ganga í garð. Á þessu ári voru nokkrir markverðir atburðir og auðvitað þarf maður að gera lista yfir þá.

1. (ritskoðað)
2. (ritskoðað)
3. Síða hárið fauk og skeggið með því. Hef ekki séð eftir því á neinn hátt.
4. Loksins var farið á höfðaströnd í Jökulfjörðum með ömmu. Frábær ferð í alla staði en heldur stutt.
5. Nurnberg ferðalagið. Á allan hátt mjög skemmtilegt ferðalag.
6. Uzbekistan Fiaskóið. Sjit hvað það var mikið bull.
7. U2 tónleikarnir - loksins sá maður goðin. Nú er bara spurning hvenær maður fer aftur.

Hugsa að það bætist við einn atburður, kveðjugjöf Lánstraustar.. maður er alveg hrærður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli