22 desember, 2005

Beta Rokk

Beta Rokk


Var inná kaffistofu áðan að hlusta á umræður um sjónvarpsþátt Gilzanagger og hina stelpuna.. þarna.. þið vitið.. ení vei..

Umræðurnar fjölluðu um hvað það væri auðvelt að vera frægur á Íslandi og maður þurfti ekki að gera neitt til þess að vera frægur. Það var þá minnst á hana Betu Rokk og var sagt að hún hafi verið fræg fyrir ekki neitt.

Maður hefur svo sem heyrt þetta áður. Verið mikið neikvætt rætt um þá stúlku. Ég ætla að leyfa mér að fjalla aðeins um hana og reyna að segja mitt álit af hverju hún hafi ekki verið fræg bara fyrir ekki neitt og jafnvel að reyna að rökstyðja það. Ég held að betra væri að nota orðið "þekkt" en þar sem það er alltaf sagt orðið fræg í tengslum við hana þá ætla ég að halda því.

Hún Beta varð "fræg" fyrir að vera í hljómsveit sem hét " Á túr", hún var frægur bloggari, gaf síðan út bók og var í útvarpþætti með honum Sigurjóni Kjartanssyni eftir að Jón Gnarr hætti og áður en hann fór í þátt með Dr. Gunna (ef mig minnir rétt).

Hvað gerði hana fræga? Af hverju fékk hún tækifæri á að gefa út bók? Ég held að hún hafi verið ein af þeim fyrstu sem byrjuðu að skapa sér persónu sem hún sýndi síðan í fjölmiðlum og í gegnum bloggið sitt. Hún var, að sögn, frekar berorð á blogginu sínu og það ásamt því að vera í hljómsveit þá voru tekin viðtöl við hana. Þar sem hún lét þessa sköpuðu persónu tala (þessa Betu Rokk). Þar lét hún allt flakka og annað hvort var fólk hneykslað eða það hló dátt að þessu. En alveg sama hvað þá hafði fólk skoðanir á því. Hún hefur hæfileika á ritsviðinu sem sést á bloggsíðunni hennar. Maður á auðvelt að með komast inn í hugarheim hennar, sýnir manni hugarheim sem sjaldan er settur niður á blað. Þannig að einhver ákvað að gefa henni tækifæri á því að gefa út bók.

En ég held að þetta umtal og þessi frægð hafi kannski gerst of hratt. Hún nýtti sér hana, skiljanlega, en kannski á köflum þá hafi hún tekið ákvarðanir sem voru ekki góðar (útvarpsþátturinn með Sigurjóni er gott dæmi.. þar sem hún var 100% aukahlutur á móti Sigurjóni). En anívei...

Hún Beta Rokk var persóna sem var sköpuð af Elísabetu. Að mínu áliti þá er hún að vissu leyti frumkvöðull á Íslandi með þessa aðgerð. Sem margir hafa nýtt sér. Gilzinagger, Silvía Nótt eru dæmi sem við erum að horfá á í dag. Býr til berorðan karakter sem er ýktur og þetta hefur virkað nokkuð vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli