Hjálpum þeim
Þeir eru svo miklir aumingjar
Þeir eru svo miklir aumingjar
Þessa dagana heyrist lag í útvarpinu. Lag sem margir kannast við. Lag sem var útsett fyrst (svo að ég viti til) 1986 til þess að safna fyrir hungursneyð í Eþíópíu. Nú tæpum 20 árum síðar þá hefur verið safnað öðrum hópi manna og nú er verið að safna fyrir fórnarlömbum jarðskjálfta í Pakistan.
Mér finnst þetta skemmtilegt lag og syng með því hástöfum ef ég heyri það og er einn í bílnum. Syng nú ekki textann sem fylgir með laginu heldur breyti honum aðeins eftir því hvernig ég upplifi hann.
Finnst textinn og hvað þá myndbandið svo úrelt að það hálfa væri nóg. Hungurklám af verstu sort.. það sem er verið að koma okkur til þess að vorkenna þessum aumingjum þarna út í löndum svo við hendum einhverjum þúsund köllum í þau.
Af hverju er textinn hörmung? Og af hverju er myndbandið hræðilegt? Nú í textanum kemur fram "birtast myndir". Það birtast ekki myndir af svörtum nöktum börnum í sambandi við Pakistan. Heldur birtist myndir af fólki í tjöldum sem er hrakið, út af kulda og trekk. Það hefur víst ekki verið talið nógu "söluvænt". Það er talað um Jesú Krist og að hann geti leitt mannkynið. Pakistanar eru Múslimstrúaðir.
Síðan má ekki gleyma því að spurningunni "af hverju er Pakistan í svona miklum vanda"? hvers vegna er land sem er með kjarnorkuáætlun og öflugan her að biðla til heimsins um að við hjálpum þeim? Þeir hafa nægan pening til þess að halda úti kjarnorkuvopnum og her. Hví gengur ekki að hafa nauðsynjar fyrir íbúa landsins?
Síðan má ekki gleyma því að þessi peningar fara í hjálparstofnun kirkjunnar. Sem halda úti gott starf en oft mjög kristintrúar miðað. Stofna skóla í t.d Simbabve sem er eiginlega hálfgerður biblíu skóli. Það finnst mér alger hræsni. Hjálpum öðrum og troðum í þá boðskap í leiðinni.
En þetta gerir víst gott... við hérna á vestrænu löndunum getum linað samvisku okkar í nokkra stund. Erum búin að bjarga þeim.. jeeee.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli