Veikindi
Enn einn dagurinn í veikindi. Urrr... ég nenni þessu ekki. Núna er það dettifossa nefrensli og hálsinn í kássu. Vaknaði upp um fimm leytið með beinverki, lá upp í rúm og vorkenndi sjálfum mér þangað til vekjaraklukkan hringdi um sjö leytið. Ætlaði að vera voða duglegur og fara í sturtu og solleiðis en slökkti á vekjaranum og tók eina íbúfen og lagðist aftur.
STEIN SOFNAÐI.
vaknaði klukkan hálf tólf og tiltörulega hress. Koddin fullur af hori og slefi og ég ekki búin að láta vita af mér í vinnunni. Hringdi í yfirmanninn og hann sagðist hafa grunað þetta (sem ég veit enn ekki hvort að sé góður eða slæmur hlutur).
Nú er ég hressari. Er svangur og enn með nokkuð mikið nefrensli. En komin á ról.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli