Afmæli Afa og aðrar pælingar
Fór í afmælið hjá Afa Inga í gær. Kallinn varð 75 ára og ég kíkti í kaffi til hans. Ég bjóst við því að ég mundi vera þarna til svona hálf níu - níu en raunin var sú að ég kom út klukkan hálf ellefu. Var með foreldrunum mínum (gamla settinu) og vildi auðvitað fá far hjá þeim. En ég skemmti mér konunglega í þessu litla kaffiboði. Það var skiljanlega mikið spjallað og það var mjög skemmtilegt. Kannski er maður komin með einhvern þroska sem leyfir manni að njóta þess betur.
Auðvitað voru margir að rifja upp gamla tíma. Minnast þess að þegar í 4 hæða byggingu, í einum stigagangi bjuggu 44 börn undir fermingar aldri (átta íbúðir). Þegar öll systkini pabba (voru 5 börn) fengu saman jólagjöf frá foreldrum sínum. Þegar ég var á þessum aldri þá hugsa ég að ég hefði hneyklast og orðið sár. Nútiminn upplifi ég sem mun verri í þessum efnum. Það vantar ekki peninginn á milli handana hjá fólki og auðvitað finna börnin fyrir því. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort að það sé gott eða slæmt.. sveiflast oft á milli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli