28 janúar, 2004

Að kíkja!
Hor og hægðir - part 2

Ég lenti í merkilegri reynslu um helgina. Reynslu sem opnaði augun mín betur fyrir því hvað við erum með mismunandi menningu þótt að við köllumst öll menn.

Mig hefur grunað þetta í langan tíma... en ekki fengið staðfestingu á því fyrr en nú.

Klósett menning fólks er mismunandi. Sumt fólk stendur upp áður en það skeinir sér, sumt skeinir sér sitjandi. En í sumarbústaðarferðinni þá fór spjall af stað um hvort fólk kíkti.

já hvort fólk kíkir í klósettið á kúkinn sinn áður en það sturtar niður. Ég auðvitað sagðist kíkja... fannst það bara eðlilegt. En sjá... ég var í minnihluta. Við vorum 4 og allir karlmenn.. enginn annar kíkti. Ég varð fyrir smá sjokki. Að kíkja ekki. Finnst það furðulegt.

En síðan fattaði maður að það er auðvitað mismunandi klósett menning hjá fólki.

En hvað með þig? Kíkir þú?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli