02 febrúar, 2004

Að vakna upp öskrandi

Það er sjaldan sem það gerist. Að ég vakni upp öskrandi. En sá atburður varð í nótt.

Einföld martröð. Einhver er komin inní nýju íbúðina. Íbúinn. Ég er sofandi og veit ekki af því. Vakna við að einhver er að opna svefnherbergishurðina. Ég lít upp og sé að húnninn fer niður og hurðin opnast smá og einhver kíkir inn. Síðan er manneskja standi við rúmið. Horfandi á mig. Sést ekki í andlitið, horfir bara.

Ég öskra og vakna upp við það. Vek sjálfan mig með öskrinu. Lít í kringum mig.. hurðin lokuð og engin standandi. En ég er í sömu stellingu og sný mér eins og í draumnum. Það er eins og ég hafi verið með opin augun og hugurinn hafi bara bætt inní persónunni og að hurðin hafi opnast.

Var snöggur að sofna aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli