09 febrúar, 2004


Löng Helgi

Föstudagur: Tónleikar með Rasmus með Ragga. Farið á bæjarrölt. Dansað á efri hæð Victors . Í nýja jakkanum. Klukkan 6 var uppgvötað að hommapokinn og jakkinn var horfin. Lyklar... ekki til staðar... sími... ekki til staðar. Dansað á einhverjum öðrum stað, beint á móti Gauknum. Horft á 30 karlmann leika fæðingu. Farið heim. Hringt í neyðaropnum. Beðið. Opnað fyrir mann klukkan hálf átta.

Laugardagur: Skipt um föt. Beðið í 10 mín. Halli kemur. Erla kemur klukkan 8:15. Keyrt til Alviðru. Blindhríð á hellisheiði. Sofnað í bíl. Vaknað... horft út og sjá ekkert. Sofna aftur. Námskeið. Skyndihjálp II. Fyrirlestrar. Dottandi yfir þeim. Sofna í klukkutíma. Missi af hádegismat. Er vel vakandi eftir svefn. Verklegar æfingar. Halda Nonna niðri vegna árásarhneigðar. Spilað Catan . Vinna tvisvar af tveimur spilum. Borðað kvöldmat. Spjall. Spila meira Catan . Verkleg æfing um kvöld. Úti í hlöðu. Unglingi sem var að fikta með sprengjur. Sprakk of fljótt. Brunnin í andliti og er með maga verki. Losthætta. Ofkæling. Bretti á undan hálskraga. Rétt greining. Spjallað eftir á. Haldið áfram með Catan . Sofið.

Sunnudagur: Vaknað. Drukkið maltöl og kex (morgunmatur). Fyrirlestur um sjúkdóma og fæðingar. Hádegismatur. Súpa og brauð. Próf. 19 rétt af 25 (7,6). Þrifið og pakkað saman. Farið heim. Koma ADSL í gang. Ekki að virka. Leifur í heimsókn. Hugsa um karakter (kaupmaður, lygari, gráðugur, getur selt ófrískri konu með ofnæmi fyrir kattarhárum hund, kettlingafullan kött og hest, berst með lásaboga og sverði). Marky og Raggi koma. Spilað Catan . Vinn seinna spilið. Allir fara. Íbúðin á hvolfi. Sofa.

Dagbókin, rauða kortið, Síminn minn, Símanúmerin mín (um 200), lyklarnir að póstkassanum, eiginhandaráritunin sem ég fékk frá söngvara Rasmus, Eistlands penninn minn, ökuskírteinið , Vegabréfið, trefjatöflurnar, hálstöflurnar, spilastokkurinn og eflaust eitthvað fleira. Sparijakkinn minn sem ég keypti mér sem ég var í í fyrsta skiptið.

Ef ég næ þeim karakter þá mun ég sparka í hann!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli